Áhugaverðar staðreyndir
Áhugaverðar staðreyndir
Ríflega helmingur alls bjórs sem seldur var á Íslandi í fyrra var framleiddur á Íslandi. Þetta kemur ársskýrslu Vínbúðarinnar, sem Metadata hefur unnið upp úr.
Tæplega 31 prósent þess bjórs sem seldur var á Íslandi í fyrra var framleiddur í Danmörku. Hollenskur bjór er í þriðja sæti með ríflega fjögurra prósenta hlutdeild.
Viking Gylltur er langvinsælasti bjórinn en af honum seldist ein og hálf milljón lítra í fyrra. Faxe Premium er í öðru sæti með 673 þúsund lítra en Egils Gull í þriðja með 643 þúsund lítra.
Bjórsala jókst úr 16,4 milljónum lítra 2016 í 17,2 milljónir lítra í fyrra.
Tæplega helmingur bjórs sem seldur var er íslenskur ljós lagerbjór í dósum, eða um 45 prósent.
Hér fyrir neðan eru tíu vinsælustu bjórarnir, samkvæmt sölutölum Vínbúðarinnar.
Tegund Lítrar Eining
Viking Gylltur 1.490.055 0,50
Faxe Premium 673.876 0,50
Egils Gull 643.692 0,50
Viking Lager 619.014 0,50
Tuborg Green 527.550 0,50
Tuborg Classic 524.281 0,50
Boli Premium 481.898 0,50
Viking Gylltur 453.817 0,33
Faxe Royal 433.604 0,50
Thule 429.977 0,50