Að brugga bjór er bæði hin mesta skemmtun auk þess að vera ávöxtur árangurs af flókinni framleiðslu á skemmtilegum drykk. Bjór kemur í allskyns útfærslum og bragðtegundum en þó eiga flestir bjórar það sameiginlegt að vera bruggaðir úr korntegundum. Þær korntegundir sem um ræðir eru algengastar bygg, hveiti og maís en þó eru dæmi um að notaðar séu aðrar korntegundir.
Þegar brugga skal bjór er alltaf talað um að meskja bjór. Upphafsvinnslan hefst við að finna rétta kornið við framleiðsluna. Korn er ræktað víðsvegar um heiminn og gengur kaupum og sölum á heimsmarkaði eins og olía.
Algengasta kornið sem notað er við brugggerð er bygg. Vinnsluaðferð á bygginu er möltun. Byggið er maltað mis oft, allt háð því bragði, lit og sætu sem leitast er eftir. Meðfylgjandi myndband sýnir mismunandi möltun: https://www.youtube.com/watch?v=GuorvNqu7Mo.
Kornið er svo valsað (brotið niður) til að auðvelda sýrunum að komast út í vökvann í meskingunni. Með völsun aukum við yfirborð kornsins sem auðveldar sykrum að brjótast út úr korninu. Vökvinn verður þannig næringarríkari. Valsað korn er með tvöfalt meira yfirborð en óvalsað.
Á þessu stigi er kornið sett yfir í suðu og það meskjað þar yfir ákveðinn tíma og rétt hitastig. Mikilvægt er að halda jöfnu hitastigi og hreyfingu á suðunni þar til fyrirfram ákveðnum tíma er náð eða þar til allar sykrurnar eru komnar úr korninu. Meðfylgjandi myndir sýna soðið og fullsoðið korn.
Í lok þessa ferlis er pokinn tekinn upp úr pottinum og hann síaður frá vökvanum. Er kornið þá klárt í næsta ferli með suðu á humlum.