Árni Þorvarðarson heiti ég og starfa sem kennari á matvælabraut MK. Ég hef verið að kenna í MK núna í 2 ár, í hlutastafi til að byrja með en síðasta sumar kom ég inn í fullt starf. Sjálfur er ég bakarameistari og konditor frá Danmörku. Ég var rekstrarstjóri hjá Okkar bakarí í 10 ár. Þar áður vann ég sem konditor í Kaupmannahöfn.
Ég er giftur og á 3 börn, 11 ára og 8 ára tvíbura. Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á starfinu mínu og elska að miðla færninni minni til annarra. Ég sóttist þess vegna eftir kennsluréttindum til að geta unnið við það sem mér finnst gaman.